1. Karfa (0)
 2. Upplýsingar
 3. Símavörur
 4. Myndavélavörur
 5. Tölvu & TV vörur
 6. Heimilisvörur
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Netverslun Símabæjar - Flutningsmál, ábyrgð og öryggi

Hægt er að greiða með kreditkorti, millifærslu eða í fá vöruna í póstkröfu. Öryggi er lykilatriði svo kortagreiðslur fara fram i gegnum öryggisvottaða greiðslugátt hjá Kortu

Afhending vöru og burðargjöld

Pantanir sem berast fyrir kl. 13:00 eru afgreiddar samdægurs á pósthús. Sé vara ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband strax og bjóða að varan sé sett í biðpöntun eða pöntunin sé felld niður að hluta til eða í heilu lagi. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti skv. þeirra eigin afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálum nema viðskiptavinur semji um annað. Símabær ehf tekur ekki ábyrgð á flutningstjóni af völdum flutningsaðila.

Í vörukörfu vefverslunar Símabæjar þá býðst viðskiptavinum að bæta flutningsgjaldi við vörureikning eða greiða það beint til flutningsaðila við móttöku vörunnar.
Viðskiptavinir greiða burðargjöld skv. gildandi verðskrá Póstsins hverju sinni nema pöntun fari yfir kr. 15.000.- Eftir að pöntun nær kr. 15.000.- (ein vara eða margar) býðst frír flutningur að pósthúsi.

Hundruðir smávara eru með frían flutning og án skilyrða um lágmarkskaup. Ef viðskiptavinur er með séróskir varðandi flutningsmál þá hlustum við auðvitað. Við tökum greiddar pantanir til hliðar ef það á að sækja þær og reynum að hjálpa til eftir þörfum.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Við bjóðum 14 daga skilarétt að því tilskildu að vöru sé skilað í góðu lagi í heilum, upprunalegum og söluhæfum umbúðum. Ef vara er sérstaklega innsigluð þá verður það að vera órofið. Kaupkvittun þarf að fylgja með, eða afrit kvittunar. Að því uppfylltu þá endurgreiðum við vörur að fullu. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd nema vegna galla, afgreiðslumistaka eða villandi vörulýsingar.

Verð og birgðastaða í vefverslun Símabæjar

Verð á vef Símabæjar eru með VSK og hin sömu og í verslun okkar við Ármúla. Netverslun Símabæjar er tengd við birgðakerfi Símabæjar við Ármúla og birgðaupplýsingar eru uppfærðar oft á dag. Líkur á að viðskiptavinir panti uppselda vöru eru þannig í algjöru lágmarki. Verð geta breyst án fyrirvara en vara er alltaf seld á því verði sem var í gildi við pöntun. Reikningar eru gefnir út á þá kennitölu sem viðskiptavinir gefa upp við innskráningu á verslunarvef Símabæjar..

Greiðslur vegna netpantana

 • Símabær ehf
 • 420708-0680
 • Banki 0537-26-460708

Vinsamlegast sendið okkur greiðslukvittanir á netfangið: simabaer(hjá)simabaer.is

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp og verða þær ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðartími raftækja er 2 ár til einstaklinga og 1 ár til fyrirtækja samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ábyrgð er háð framvísun kaupnótu eða annari sönnun fyrir viðskiptunum. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits á t.d. endurhlaðanlegum rafhlöðum sem hafa að jafnaði skemmri líftíma en 2 ár í öflugri snjallsímum. Við veitum eins árs ábyrgð á öllum rafhlöðum. Högg og rakaskemmdir fella niður verksmiðjuábyrgð og hið sama á við um ranga notkun. Við áskiljum okkur rétt til að fara með skilavöru til skoðunar á verkstæði fyrir endurgreiðslu eða útskipti.

Ábyrgðarmál vegna smávöru eru í langflestum tilfellum afgreidd samstundis yfir búðarborðið. Ef upp koma álitamál um t.d. endingartíma á vöru þótt ábyrgð sé útrunnin þá má alltaf ræða fínan afslátt af nýju. Við eru þannig búð. Þessvegna er alltaf einhver á vakt hjá okkur sem kann, vill og má gera ráðstafanir strax. Lipurð í samskiptum beggja er undirstaða farsælla úrlausna.

Almennar upplýsingar:

 • Símabær ehf
 • 420708-0680
 • Vsk. nr. 98482