1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. Símavörur
  4. Myndavélavörur
  5. Tölvu & TV vörur
  6. Heimilisvörur
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Hver er Símabær og hver eru okkar markmið

Okkar markmið er að þjónusta nær allar gerður farsíma með aukahlutum á borð við rafhlöður, hylki og veski til að stuðla að lengri líftíma símtækja og nýtni. Vöruþemi Símabæjar er “Allt sem tengist við síma” en það eru orðin svo mörg tæki sem tengjast við farsíma að úrval okkar spannar allt frá heilsuúrum til spormyndavéla.

Símabær er því spennandi, skemmtileg og virk samkeppnisverslun sem býður ekki bara góð verð heldur aðstoðar farsímaeigendur við að fá það besta úr tækinu sínu með markvissu úrvali aukahluta.

Símabær selur eigin hönnun og framleiðslu af GSM veskjum sem eru framleidd fyrir viðskiptavini okkar í Póllandi. Það eru sterkustu veski sem við höfum selt enda voru þau hönnuð með óskir viðskiptavina í huga.

Símabær er umboðsaðili Acme sem er í eigu eins stærsta dreifingaraðila raftækja í Evrópu með aðsetur í Litháen sem er að verða að stærstu vörumóttöku Evrópu á Asíuframleiðslu. Acme hefur þau einföldu gildi að vinna aðeins með framúrskarandi verksmiðjum sem tryggja Acme söluaðilum framúrskarandi verð með lágmarks-gallatíðni.

Símabær þjónustar á annan tug verslana með Acme vörur til endursölu og leggur áherslu á að vinna með smærri kaupmönnum í kringum landið og tryggja þeim aðgengi að okkar þróuðu vörulínu sem er í stöðugri endurskoðun gagnvart ásýnd og gæðum.

Símabær hefur starfað samfleytt frá árinu 1994 og er einkafyrirtæki sem hefur ekki verið étið upp af lífeyrissjóðunum. Við höldum úti stöðugri gagnrýni á viðskiptaumhverfið Ísland sem markast svo af fákeppnisöflum að hvað eftir annað mælumst við dýrasta land heims. Við mótmælum þeirri þróun og tökum samfélagslega ábyrgð með margvíslegum hætti.

Við köllum það samfélagslega ábyrgð að afhjúpa ofurálagningu á t.d. smávörum hverskonar sem við höfum sérhæft okkur í að bjóða á verði sem þætti skaplegt í sambærilegri sérverslun og okkar í Evrópu. Við sýnum líka samfélagslega ábyrgð með því að sorpflokka og nefnum að við forðum árlega hundruðum kílóa af plasti frá urðun með því einu að hirða umbúðir af seldum vörum við búðarborðið. Við göngum reyndar lengra því Símabær hefur haft raunveruleg áhrif á umbúðastefnu Acme til að minnka plastnotkun almennt því hafa skal hugfast að plastvandi hér innanlands hefst með þeim er flytja það inn í hvaða formi sem er.

Að lokum vil ég svo nefna að aukahlutaúrval okkar er einnig ákveðin samfélagsleg ábyrgð. Við björgum miklum verðmætum með því að lengja líftíma símtækja en mest eru oft þau verðmæti að eldra fólk fái notað búnað sinn hvað lengst og þurfi ekki að læra á nýjan síma.

Ég býð ykkur hjartanlega velkomin í verslun okkar við Bæjarlind 1 í Kópavogi eða til viðskipta við netverslun okkar.

Gylfi Gylfason