1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. SímaAukahlutir
  4. Tölvuvörur
  5. Heimilisvörur
  6. Rafhlöður
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Hver er Símabær og hver eru okkar markmið

Símabær er 20 ára gömul sérverslun með símtæki, raftæki, síma-aukahluti og tölvu-aukahluti. Verslunin hefur á lager landsins mesta úrval af hleðslurafhlöðum og hleðslutækjum fyrir farsíma, fartölvur, GPS tæki og myndavélar. Að auki bjóðum við frábært úrval skemmtilegra raftækja í sannkallaðri dóta og reddingabúð fyrir farsímaeigendur.

Okkar markmið er að bjóða mjög gott úrval aukahluta fyrir öll helstu símamódel og spjaldtölvur og gott betur með traustu úrvali aukahluta í gamla GSM síma. Við eigum flest til að halda símanum hennar ömmu gangandi lengur en henni sjálfri því nýr sími getur kallað á hinar ýmsu uppákomur Farsælar söluvörur eru undistaða farsæls rekstur. Flottar söluvörur skapa flotta verslun. Við erum verslun sem hlustar.

Við flytjum inn allar okkar söluvörur til að bjóða jafn góð verð og raun ber vitni höfum staðið að sérhönnun eigin aukahlutalínu fyrir smartsíma sem hefur verið í prufu og vöruþróunarsölu á íslandi í gegnum fjölda endursala. Vörulína Símabæjar er fjöldaframleidd í verksmiðju SOX í Póllandi og unnin að hluta úr íslenskum hráefnum eða hreindýraleðri, lambaleðri og hlýraroði sem þegar er fáanlegt á símaveskjum fyrir iPhone og Galaxy S4/S5 síma

Við notum góð innkaupasambönd ekki síst til að þjónusta smærri verslanir um land allt með vörur til endursölu.
Símabær hefur rekið eigin verslun á Ebay frá 2008.

EBAY Sölunámskeið

Út frá sölureynslu Símabæjar á Ebay frá 2008 höfum við að kennt einstaklingum og fyrirtækjum að nýta sér þennan magnaða söluvef til að skapa sér atvinnu eða viðbót við eigin rekstur. Námskeið eru haldin nokkrum sinnum á ári.

Námskeiðin eru tveggja kvölda og haldin í húsakynnum Símabæjar í kringum lifandi verslunarrekstur og pökkunaraðstöðu okkar eigin Ebay verslunar. Þetta er ekki tæknilegt námskeið. Þetta er námskeið sem byrjar á að segja þér allt um PayPal sem verður þinn helsti félagi við greiðslumóttöku og þaðan er útskýrt að mjög hraður póstflutningur frá íslandi er að skapa okkur fjölda vannýttra tækifæra í landfræðilega sterkri staðsetningu sem má færa sér í nyt í margskonar vöruflokkum. En nemum er líka gert ljóst að rekstur netverslunar með farsælum hætti er ekkert annað en rekstur smáfyrirtækis í hnotskurn. Að mörgu er að hyggja, ekki síst að kunna að kaupa inn farsælar söluvörur og þarna kemur reynsla leiðbeinanda sér afar vel.

Á seinna kvöldinu er farið djúpt í vöruinnsetningu á Ebay út frá tæknilegu og sölufræðilegu sjónarhorni. Bent verður á byrjendanálganir sem virka og virka ekki. Farið verður vítt yfir vettvang netsölu en Ebay er örugglega besta byrjendastöðin fyrir þá sem þurfa að afla sér reynslu, en það er fjöldi annara möguleika í boði. Rætt verður um eigin innflutning fyrir byrjendur og Drop-Ship söluaðferðina þar sem seljandi selur af lager þriðja aðila sem kemur vörunni til kaupanda án viðkomu á íslandi. Á þeim markaði er margt að varast, en ávinning töluverðan að hafa fyrir vönduð vinnubrögð og þolinmæði.

Næsta námskeið er mánudags og þriðjudagskvöldið 25-26 maí. Bókanir eru einungis staðfestar með greiðslu því hópar eru fámennir og gefa ekki svigrúm til forfalla vegna vanhugsaðra pantana. Hægt er að ganga frá bókun og greiðslu í gegnum netverslun Símabæjar.

Gylfi Gylfason