1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. SímaAukahlutir
  4. Tölvuvörur
  5. Heimilisvörur
  6. Rafhlöður
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Símafylgihlutir

3.490 ISK

SOX hliðartaska Leður XXL

Handsaumuð hliðartaska fyrir karlmenn. Lokuð beltisfesting úr ekta leðri. Mikil vörn að framan. Segullokun. Passar t.d. fyrir: iPhone 6+ og alla Galaxy Note símana. Þetta er rétta hliðartsakan fyrir öll stærstu módelin.

2.443 ISK

Acme Hjólafesting fyrir Smartsíma

Útsala - Verð áður kr. 3.490.- Vatnsvarið farsímahylki til að festa á t.d. reiðhjól, mótohjól eða önnur tæki. Það er hægt að komast í allar aðgerðir símans í gegnum hylkið sem lokast með rennilás. Dugir fyrir allt að 5,5” síma.

19.992 ISK

Zoopa Wi-Fi Dróni - Q400 Racecopter

Útsala - Verð áður kr. 24.990.- Mjög hraðfleygur dróni með innbyggðri Wi-Fi myndavél sem sýnir þér flugleiðina í beinni útsendingu í snjallsíma eða spjaldtölvu. Frábært leiktæki fyrir unglinga á öllum aldri.

3.493 ISK

Acme VR gleraugu - VRB01

Útsala - Verð áður kr. 4.990.- Þessi léttu og frábæru VR gleraugu virka með öllum 4-6” snjallsímum og höfuðbandið er mjög þægilegt. Þetta eru einfaldlega ein bestu kaupin í þrívíddargleraugum fyrir byrjendur og ekki spillir fyrir að við bjóðum þau á frábæru verði.

Athyglisvert

990 ISK

Acme orkubanki 2200 mAh

Útsala - Nettur orkubanki og alveg tilvalin stærð í dömuveski. Rýmdin er 2200 mAh eða 50-70% hleðsla á stóran síma. Nóg til að klára langan dag og Micro-USB kapall fylgir. Hleðslutími orkubankans er um 2 klst.

14.990 ISK

Acme Bluetooth Turnhátalari 2x10W

Bluetooth turnhátalari á hreint út sagt frábæru verði. Hann er metershár og í honum eru tveir 4” hátalarar sem gefa fínan bassa og yfirhöfuð ótrúlega góðan hljóm úr jafn ódýrum turni. Þetta er frábær kaup á einni flottustu GSM tengivörunni í dag.

Nýjar vörur

9.990 ISK

Acme Heilsuúr með púlsmæli - ACT-05

Fullkomið Bluetooth heilsuúr með púlsmæli. Úrið er líka skrefa, brennslu og vegalengdamælir og það getur skráð svefnsögu þína. Úrið lætur þig vita ef síminn þinn hverfur og rafhlaðan endist í viku. Mjög fullkomið og þægilegt úr á frábæru verði.

12.792 ISK

Soundmaster FM/DAB Retro útvarp Blátt

Útsala - Verð áður kr. 15.990.- FM/DAB útvarpstæki í gamaldags stíl og það gengur líka fyrir rafhlöðum. Á tækinu er 3,5mm heyrnartólstengi og í því er innbyggð vekjaraklukka. Tækið hefur 10 forstillanlegar DAB rásir en FM útvarpið er með gamaldags Analog rásavali.

Útsöluvörur

3.493 ISK

Acme Bluetooth takkaborð BK01

Útsala - Verð áður kr. 4.990.- Þunnt og nett Bluetooth lyklaborð með stórum tökkum og langri rafhlöðuendingu. Virkar fyrir alla síma og spjaldtölvur á markaðnum. Nytsamur og vandaður aukahlutur sem nýtist flestum.

895 ISK

Acme mús MS-12

Útsala - Verð áður kr. 1.790 - Virkilega flott USB snúrumús með hliðartökkum, skrunhjóli og DPI stillitakka.

1.495 ISK

Acme TV veggfesting MT-101

Útsala - Okkur vantar plássið undir aðra vöruflokka og bjóðum 50% afslátt á meðan birgðir endast. Verð áður kr. 2.990.- Nett festing fyrir 10-32” flatskjái en burðargetan er 20kg og fjarlægð frá vegg er 40mm

4.193 ISK

Acme Bluetooth hátalari - BAT

Útsala - Verð áðir kr. 5.990.- Nettur en öflugur Bluetooth hátalari með innbyggðri hleðslurafhlöðu sem endist í allt að 8 klst á einni hleðslu. Einn stjórntakki fyrir allar aðgerðir og hátalarinn er með innbyggðum míkrófón sem gerir hann líka að tilvöldum fundarsíma.

5.943 ISK
  • HD (720p)

Acme sportmyndavél VR04

Útsala- Verð áður kr. 8.490 - HD sportmyndavél með virkilega kræsilegum aukahlutapakka sem eykur notkunarmöguleika til muna. 2” LCD skjár aftan á vélinni auðveldar notkun og fasta uppstillingu til muna. Flott myndgæði (720p) og hugsanlega öflugasta vélin í þessum verðflokki. Það er Acme…

2.495 ISK

Acme vefmyndavél CA-11

Útsala - Verð áður kr. 4.990 - 1,3Mp vefmyndavél með innbyggðum míkrófón og 3,5mm tengi fyrir auka míkrófón. Tekur líka ljósmyndir í 5mp.

15.992 ISK

Soundmaster Retro útvarp/CD spilari

Útsala - Verð áður kr. 19.990.- Glæsilegt gamaldags útvarpstæki með geislaspilara og tengi fyrir heyrnartól. Útvarpið er vel rásanæmt og hljómdjúpt því það er í trékassa. Fallegt stofustáss á frábæru verði.

3.493 ISK

Soundmaster Barnavekjaraklukka Rauð

Útsala - Verð áður kr. 4.990.- Falleg vekjaraklukka fyrir börn en hún er einnig með stillanlegu næturljósi og stillanlegri skjábirtu. Klukkan getur vakið með útvarpi eða hefðbundinni hringingu.

745 ISK

Acme mús Mini MS10

Útsala - Verð áður kr. 1.490 - Þessi netta USB mús hentar frábærlega í fartölvutöskuna en hún er aðeins 53gr og snúrulengdin er 120cm.

2.495 ISK

Aula Leikjamús / takkaborð - Pakkatilboð

Útsala - Verð áður kr. 6.990 - Bara eitt stykki eftir á þessu frábæra verði….Virkilega flottur leikjapakki með takkaborði og mús frá Aula sem sérhæfir sig í leikjavörum. Lasergreiptir takkar, upplýst lyklaborð og alvöru mús til að ná því besta úr spilaranum.

Dótabúðin Símabær - Landsins mesta úrval GSM aukahluta og bókstaflega allt sem tengist við síma…

Drónar frá kr. 3.992.- Allir drónar fást nú með 20% afslætti á meðan birgðir endast á Símabæjarútsölunni og við eigum líka fjarstýrða hraðbáta sem ná 40 km hraða. Kíkið við :)

Jæja kæru fésvinir, þá er útsalan komin formlega komin af stað en ég hef verið að setja hana upp smám saman því ég var um leið hugsa næstu skref við þróun vöruúrvals. Hversu hallærislega sem það nú oft hljómar þá selur Símabær ekki lengur síma vegna aðstæða á markaði sem lokaði fyrir möguleika smærri verslana til að selja símtæki.

Hlaðnir og tilbúnir GSM símar eru því miður ekki lengur nothæft slagorð og við taka önnur slagorð á borð við Allt sem tengist við síma og Bestir í aukahlutum

Mér til varnar þróaði ég verslunina í þá meginstefnu að selja allt sem tengist við síma og reyna að vera bara með nógu mikið af skemmtilegu dóti til að búðin yrði skemmtileg. Og það er sem betur fer að ganga upp því það er jú til svo mikið af skemmtilegu dóti sem tengist við síma.

Símabæjarútsala annað slagið er því leið Símabæjar til að leyfa okkur að bjóða lifandi vöruúrval og prufuse allskonar dót sem kúnninn biður um hverju sinni. Í þetta sinn býð ég mjög sterka afslætti á góðum vöruflokkum um leið og ég hreinsa út afganga og útlitsgallaðar vörur á botnverði.

Sem fyrr fá því fésvinir fyrstir að vita um bestu dílana og í dag fara nokkur lítillega útlitsgölluð retro tæki á botnverð og tilboðin birtast á næstu klst. Opið til 15 í dag :)