1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. Símar/Spjaldtölvur
  4. SímaAukahlutir
  5. Tölvuvörur
  6. Heimilisvörur
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Tilboðsvörur

2.990 ISK

Apacer Micro-SDHC Class 10 32GB

Micro-SDHC minniskort á alvöru verði. 32GB 45mb/s Class 10 sem hentar langflestum símum og kröfuhörðum myndavélum. Burðargjald á þessu minniskorti er aðeins kr. 180.- (umslag í bréfalúgu)

2.768 ISK
  • Class 10

SanDisk SD minniskort 80MB/s 32GB

Tilboðsverð og frír flutningur - Háhraða Class 10 SD minniskort 80 MB/s - Það er engin tilviljun að flestir ljósmyndarar kjósi SanDisk í kröfuhörð verkefni með öflugum myndavélum.

2.392 ISK

Acme USB hleðslutæki fyrir 4 síma

Tilboð - Verð áður kr. 2.990.- Þetta öfluga hleðslutæki getur hlaðið allt að 4 símtæki í einni innstungu því það hefur 4 USB hleðsluport sem til saman gefa frá sér 4.8A sem trygggir hámarkshleðsluhraða fyrir stærri síma og spjaldtölvur.

12.990 ISK

Acme Bluetooth Turnhátalari 2x10W Tilboð

Tilboð - Bluetooth turnhátalari á hreint út sagt frábæru verði. Hann er metershár og í honum eru tveir 4” hátalarar sem gefa þettan og tæran bassa og yfirhöfuð ótrúlega góðan hljóm úr jafn ódýrum turni. Frábær kaup á einni flottustu GSM tengivörunni í dag.

33.983 ISK

Pakkatilboð - 4K myndavél og burðardróni

Pakkatilboð með ákaflega fullkominni 4K sportmyndavél og burðardróna sem getur ferðast með myndavélina í allt að 100 fjarlægð til hágæðamyndatöku. Listaverð á hvoru tveggja er kr. 39.980,- en saman í pakka bjóðast þessi leikföng nú með 15% afslætti á meðan birgðir endast. Smellið endilega á YouTube myndbandið til að skoða myndgæðin úr spormyndavélinni en þessi gæði standa ykkur nú til boða fyrir loftmyndatöku fyrir þetta frábæra verð. Smellið á hlekkina hægra megin til að skoða nákvæmari vörulýsingu á bæði drónanum og myndavélinni.

23.783 ISK

Pakkatilboð - Turnhátalari & spjaldtölva

Pakkatilboð - Nú bjóðum við þennan flotta Bluetooth turnhátalara í afsláttarpakka með 7” Bluetooth spjaldtölvu sem hefur 2 raufar fyrir SIM kort og 3G móttöku til að streyma tónlist hvaðan sem er. Virkilega snjall og hljómgóður pakki og tilvalinn í unglingaherbergið eða sumarbústaðinn. Þið getið smellt á tenglana til að fá nánari vörulýsingu á báðum vörunum í pakkanum.

Nýjar vörur

5.990 ISK

Acme Bluetooth FM sendir með hleðslu

Ferðafélagi ársins er þessi framúrskarandi Bluetooth-FM sendir til að streyma tónlist úr síma í bílaútvarp án nokkurra kapla. Þetta er líka öflugt 3.6A hraðhleðslutæki með 2x USB tengjum til að hlaða tvö tæki í einu. Það er einnig hægt að spila tónlist beint af Micro-SD korti og honum fylgir fjarstýring. Skemmtileg hágæðavara á frábæru verði!

12.990 ISK

Acme dróni X8300

Leikja og æfingadróni sem er óvenju höggheldur af dróna að vera og er með alvöru stjórntækjum sem henta frábærlega fyrir byrjendur. Hann er vatnsheldur til viðbótar við að vera með Headless stillingu sem sér til að að stefna drónans tekur mið af staðsetningu notandans því það er erfitt að sjá hvað snýr fram eða aftur á þeim úr fjarlægð. Þessi stilling auðveldar því stjórn hans úr fjarlægð og gerir flugið miklu skemmtilegra. Smellið endilega á Youtube myndbandið til að sjá fulla kynningu á gripnum.

19.990 ISK

Acme dróni X8500

Þessi ódýri dróni býður notendum hugsanlega ódýrasta möguleikann á hágæða loftmyndatöku fyrir byrjendur því hann getur borið flestar gerðir sportmyndavéla sem eru farnar að skila gríðarlega góðum myndgæðum. Drægnin er um 100m og flugtíminn er um 10 min á einni hleðslu.

16.995 ISK

Jabra bílasett Freeway

Jabra Freeway er afar fullkominn handfrjáls búnaður með innbyggðum surround hátalara sem er nægilega öflugur til að nota til tónlistarflutnings. En þetta er líka úrvalsgóður FM sendir sem getur spilað tónlistina úr símanum þínu beint í hljómkerfi bílsins. Frábær lausn fyrir þá sem vilja ekki nota heyrnartól en fá frábæran handfrjálsan búnað án þess að leggja í ísetningarkostnað.

4.990 ISK

Acme VR gleraugu/Fjarstýring VRB01RC

Þetta eru einfaldlega ein bestu kaupin í þrívíddargleraugum fyrir byrjendur og ekki spillir fyrir að við bjóðum þau á frábæru verði. Þau passa fyrir alla “4-“6 snjallsíma og linsurnar eru stillanlegar til að fá hámarks-skerpu. Á gleraugunum er vönduð og stillanleg hálsól og þeim fylgir Bluetooth fjarstýring sem er ómissandi fyrir flóknari leiki.

5.990 ISK

Acme USB3 Hub/Kortalesari USB-C HB550

USB-C hubb með 2 USB portum og innbyggðum kortalesara fyrir SD og Micro-SD minniskort - Frábær lausn við allskonar tengibrölti við nýjustu símana sem eru flestir með USB-C tengi. Athugið að það er frír flutningur á þessari vöru (umslag í bréfalúgu)

Símafylgihlutir

3.290 ISK

SOX hliðartaska Leður XXL

Handsaumuð hliðartaska fyrir karlmenn. Lokuð beltisfesting úr ekta leðri. Mikil vörn að framan. Segullokun. Passar t.d. fyrir: iPhone 6+ og alla Galaxy Note símana. Þetta er rétta hliðartsakan fyrir öll stærstu módelin.

2.190 ISK

Acme bílhleðsla 2 port 4,8A - CH105

Gríðarlega öflugt bílhleðslutæki en það getur hlaðið 2 síma í einu í hraðhleðslu því það er 4.8 Amper (24W) og gengur í bæði 12 og 24V rafkerfi. Á tækinu er upplýstur ljóshringur svo innstungan sjáist betur í myrkri.

Útsöluvörur

2.793 ISK

Myhummy Svefnbangsi Sleep-Head Hvítt

Útsala - Verð áður kr. 3,990 - Hinir heimsþekktu MyHummy bangsar eru með innbyggðum hljóðgjafa sem gefur frá sér hvítt suð (white noice) sem líkir eftir hljóðum úr móðurkvið og útskýrir hve árangursríkir þeir hafa reynst.

2.498 ISK

Acme Heilsuúr - ACT-03

Rýmingartilboð vegna nýrra módela! Örfá stykki eftir í hverri gerð - 50% afsláttur og frír flutningur - Þetta sniðuga heilsuúr mælir skref og reiknar í vegalengdir um leið og það sýnir kaloríubrennslu. Úrið tengist með Bluetooth við símann þinn og lætur þig vita ef þú ferð of langt frá úrinu, lætur líka vita ef síminn hringir auk fjölda annara eiginleika

5.593 ISK

Myhummy Svefnbangsi - Sleeper Bleikur

Útsala - Verð áður kr. 7,990 - Þessir MyHummy bangsar eru með hljóðgjafa sem nemur ef barnið vaknar (sleep sensor) og er því sérlega hentugur fyrir mjög óróleg börn sem vakna reglulega. Hljóðgjafinn gefur frá sér hvítt suð (white noice) sem líkir eftir hljóðum úr móðurkvið og útskýrir hve árangursríkir þeir hafa reynst.

995 ISK

Acme hátalarar SS114

Útsala - Verð áður kr. 1.990.- Mjög nettir og stílhreinir borðhátalarar sem henta vel fyrir tölvuna en á þeim er USB straumtengi og 3.5mm tengi til að tengjast við tölvur, síma og önnur hljómtæki.

4.995 ISK

Acme Heilsuúr/púlsmælir Blátt ACT-05B

Rýmingartilboð vegna nýrra módela! Örfá stykki eftir - 50% afsláttu og frír flutningur - Fullkomið Bluetooth heilsuúr með púlsmæli. Úrið er líka skrefa, brennslu og vegalengdamælir og það getur skráð svefnsögu þína. Úrið lætur þig vita ef síminn þinn hverfur og rafhlaðan endist í viku. Mjög fullkomið og þægilegt úr á frábæru verði.

Svona færðist haustið yfir höfuðborgina í dag en þessi hraðaða mynd var tekin á ríflega klst með Acme VR06 sportmyndavél á 1080p vídeóstillingu. Ég er með þessu að minna á að litlar sportmyndavélar geta verið svo fjölhæfar en Acme myndavélarnar eru t.d. með sérstaka Time-lapse ljósmyndastillingu fyrir upptöku í langan tíma sem hentar enn betur ef mynda skal í t.d. nokkra sólarhringa samfleytt.

Acme VR06 getur líka tekið upp í 4K myndgæðum og henni fylgir stútfullur festingapakki, aukarafhlaða og sér hleðslutæki fyrir hana. Verðið er samt ekki nema kr. 19.990.- og hér er hægt að skoða vélarnar sem eru í boði í dag.+

simabaer.is

Fæst okkar vita hve öflugum njósnaforritum má koma fyrir í símunum okkar og hvernig þau virka en hér er kynning á einu slíku sem á að vekja okkur til umhugsunar um hve miklum upplýsingum þau geta safnað og hve auðvelt er að misnota svona búnað.

Sumum njósnaforritum má koma fyrir í símum með brögðum svo það er full ástæða fyrir fólk að skanna símana sína annað slagið ef þeir innihalda verðmæt gögn.

Sem fyrr er Youtube besti vinur farsímaeigenda sem vilja miklar upplýsingar frá mörgum neytendum til að sigta út bestu lausnirnar. Ef þið notið leitarstrengi á borð við þennan fyrir neðan þá sjáið þið strax hvert þessi hlið tækniheimsins er komin og hve mikilvægt það er að vera á varðbergi.

Detecting / Removing Cell Phone Spyware

Smá helgartips um það hvernig við getum látið rafhlöðuna í snjallsímanum duga betur en það eru ekki bara slappar rafhlöður sem eru að stríða notendum gagnvart rafhlöðuendingu.

Við tökum við snjallsíma nútímans alveg troðfullum af forritum sem mörg hver gera það eitt að brenna upp rafmagni og svo þegar stýrikerfið eldist þá geta komið upp allskonar kvillar sem éta upp auka-orku við að halda honum gangandi.

Sjálfur er ég ekki sérfræðingur í stýrikerfum síma en hitt þekki ég mætavel frá búðarborðinu að fólk fær allskonar kvilla í símana sem valda því að síminn fer að dreina rafhlöðuna og slíta henni jafnvel of hratt fyrir vikið.

Þá mæli ég með YouTube myndböndum eins og þessu og öðrum sem kenna rafhlöðusparnað og önnur kenna hvernig best sé að endurstilla símann á verksmiðjustillingu án þess að tapa gögnum en það tekur aðeins örskotsstund.

Youtube er langbesta tækið fyrir viðhald farsíma og ekki síst til að efla öryggi okkar því næsti pistill mun fjalla m.a. um njósnahugbúnað.

Minni á þennan flotta pakka en það eru aðeins örfá stykki eftir því fljúgandi 4K myndavél er alls ekki algeng á þessu verði og svo gerir hún svo miklu meir en að gagnast til flugs.