1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. SímaAukahlutir
  4. Tölvuvörur
  5. Heimilisvörur
  6. Rafhlöður
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Sumartilboð

11.990 ISK
  • Full HD (1080p)

Acme sportmyndavél Wi-FI- VR-05

Tilboð - Vatnsheld Full HD WIFI hasarmyndavél með virkilega kræsilegum aukahlutapakka sem eykur notkunarmöguleika til muna. Það er LCD skjár aftan á vélinni sem auðveldar notkun og uppstillingu. Framúrskarandi upptökugæði og frábær kaup.

7.992 ISK

Heilsuúr með púlsmæli - ACT-05 Svart

Rýmingarsala - 20% afsláttur og frír flutningur - Fullkomið Bluetooth heilsuúr með púlsmæli. Úrið er líka skrefa, brennslu og vegalengdamælir og það getur skráð svefnsögu þína. Úrið lætur þig vita ef síminn þinn hverfur og rafhlaðan endist í viku. Mjög fullkomið og þægilegt úr á frábæru verði.

12.792 ISK

Jabra Pace heyrnartól - Gult

Sumartilboð - Verð áður kr. 15.990.- Hágæða sportheyrnartól fyrir kröfuharða notendur sem vilja ekki bara frábæran hljóm heldur þægindi við notkun því það er ekki nema 22gr

Nýjar vörur

2.990 ISK

Acme sportarmband fyrir allt að 5,7"

Örugglega eitt skemmtilegasta sportarmbandið því það gerir ráð fyrir smáatriðum sem skipta máli. Það er t.d. með endurskinsmerki, snúrufestingu fyrir heyrnartól og pláss undir lykilinn að skápnum í ræktinni. Armbandið er vatnsvarið og auðvitað er hægt að nota snertiskjáinn á símanum í gegnum það.

4.990 ISK

Acme Bluetooth heyrnartól BH60

Þráðlaust Acme heyrnartól með allt að 10 klst rafhlöðuendingu og mikil hljómgæði þrátt fyrir þetta frábæra verð sem við bjóðum. Viðskiptavinum býðst að sjálfsögðu að prufa heyrnartólið á staðnum.

3.490 ISK

SOX kortaveski Galaxy A5 2017 - Svart

Mjög sterkt og þaulhugsað símaveski úr ekta leðri fyrir Galaxy A5 2017 með 3 kortaraufum og seðlavasa. Símahaldarinn í veskinu er úr mjúku efni sem brotnar ekki svo reikna má með miklu lengri endingartíma en í veskjum með plastramma.

Símafylgihlutir

3.290 ISK

SOX hliðartaska Leður XXL

Handsaumuð hliðartaska fyrir karlmenn. Lokuð beltisfesting úr ekta leðri. Mikil vörn að framan. Segullokun. Passar t.d. fyrir: iPhone 6+ og alla Galaxy Note símana. Þetta er rétta hliðartsakan fyrir öll stærstu módelin.

5.990 ISK

Plantronics Bluetooth Explorer 10

Frábært heyrnartól með allt að 11 klst. taltíma og frábæra spöng sem heldur vel, særir ekki og endist og endist. Þetta er heyrnartólið sem atvinnumennirnir elska og kaupa aftur og aftur ef þeir týna því.

Útsöluvörur

5.994 ISK
  • HD (720p)

Acme sportmyndavél VR04

Rýmingarsala - Verð áður kr. 9.990.- HD sportmyndavél með virkilega kræsilegum aukahlutapakka sem eykur notkunarmöguleika til muna. 2” LCD skjár aftan á vélinni auðveldar notkun og fasta uppstillingu til muna. Flott myndgæði (720p) og hugsanlega öflugasta vélin í þessum verðflokki. Það er Acme…

6.495 ISK

Vimtag CCTV myndavél CM1

Útsala - áður kr. 12.990.- Mjög einföld HD öryggismyndavél sem hægt er að tengja beint við farsíma eða spjaldtölvu. Margskonar vöktunarmöguleikar í boði og einföld uppsetning.

11.495 ISK

Vimtag CCTV myndavél B1-C Vatnheld

Útsala - áður kr. 22.990.- Vatnsheld öryggismyndavél til að nota á heimilið eða sumarhúsið. Einföld uppsetning og fjölhæfir möguleikar gera þessa vél að einum öflugasta kostinum til ódýrrar en árangursríkrar vöktunar.

7.992 ISK

Myhummy Kurrbangsi - Sleeper - Bleikur

Þessir nýju MyHummy bangsar eru með nýrri gerð hljóðgjafa sem nemur ef barnið vaknar (sleep sensor) og er því sérlega hentugur fyrir mjög óróleg börn sem vakna reglulega. Hljóðgjafinn gefur frá sér hvítt suð (white noice) sem líkir eftir hljóðum úr móðurkvið og útskýrir hve árangursríkir þeir hafa reynst.

12.495 ISK

Vimtag CCTV myndavél B1-C Micro-SD

Útsala - áður kr. 24.990.- Vatnsheld öryggismyndavél til að nota á heimilið eða sumarhúsið. Einföld uppsetning og fjölhæfir möguleikar gera þessa vél að einum öflugasta kostinum til ódýrrar en árangursríkrar vöktunar. þessi útgáfa er með þann möguleika að taka upp á minniskort

20% afsláttur af öllum MyHummy svefnböngsum út vikuna en verðið er frá kr. 3.992.- með afslætti -

Rýmingarsala í Símabæ til föstudags kl 18 þegar við lokum í Ármúla - Opnum aftur í byrjun júlí á nýjum stað en þangað til á allt að seljast og við förum í alvöru lagerhreinsun um leið og við þökkum fyrir viðskiptin hér í Múlahverfi -

Til viðbótar við frábæra afslætti á allskonar vöruflokkum þá bjóðum við 20% afslátt af sterkum sumarvörum eins og köplum og orkubönkum svo nú er tíminn til að gera frábær kaup.

Samningar um nýtt húsnæði hafa staðið yfir sl. vikur og ég er vongóður um að við opnum strax í fyrri hluta júlí nálægt núverandi staðsetningu en það verður kynnt á næstu dögum.

Vegna frábærra viðbragða set ég inn nýja og endurbætta færslu um notkun peninga sem gólfefnis sem er ekki síst hugmynd fyrir t.d. veitingastaði eða almennt við móttöku ferðamanna.

Pennyfloors eru vinsæl í bandaríkjunum en þau eru sett niður með lími og síðan er t.d. glært epoxyefni notað til að jafna yfirborðið og mynda gljáa. Útkoman úr svona getur verið hreint út sagt frábær og auðvitað er líka hægt að búa til peningaveggi og allskonar athyglisverða hluti með frekar litlum tilkostnaði. Og hví er Símabær að bjóða svona peningasafn ?

Í raun er ég aðeins að selja hluta af mjög stóru safni sem ég keypti fyrir mörgum árum og hef þegar selt úr því tugi kílóa á Ebay og geri enn í dag. En til fróðleiks þá er staðreyndin sú að langmest af gamalli íslenskri mynd er frekar verðlítið því framboðið er mikið. Við myntskiptin 1980 varð gríðarmikið magn af gömlum krónum og aurum eftir í macintosh baukum skápum um land allt og svo tók þetta að hlaðast upp hjá söfnurum.

Ég fékk óflokkað safn í hendurnar á sínum tíma en á nú þegar nokkuð mikið magn af flokkaðri mynt sem hentar vel til gólflagningar. Krónan sem býð sem gólfefni er örugglega ódýrasti kosturinn sem amk. megingólfefni en ég get auðvitað boðið allar gerðir íslenskrar myntar vilji fólk nota mismunandi tegundir hennar til t.d. mynsturgerðar. Auðvitað get ég ekki boðið allar gerðir smápeninga í miklu magni og verðið er hærra eftir því sem myntin verður sjaldgæfari.

Við bjóðum pr. fm. af krónum á kr. 4.990.- (um 9 kg) þessa dagana vegna flutninga og gerum tilboð í annarskonar mynt sem aðalmynt eða skraut með öðru klinki. Nú er tíminn til að huga að því að eignast öðruvísi gólfefni eða innréttingu :)

Að lokum minni ég áhugasama á að skoða pennyfloor á youtube en þar er að finna allskonar myndbönd með mismunandi aðferðum og tækni við að leggja myntgólf.

Íslensk-Pólsku símaveskin fást nú fyrir iPhone 7 og Galaxy A5 2017 en það eru slitsterkustu veski sem við höfum selt frá upphafi og gefa vel eftir fyrir ykkur sem troðið endalausu drasli í veskið með símanum ykkar :) Stundum koma kúnnarnir með svo bólgin veski að það þarf nokkrar vikur til að hið nýja rúmi innihaldið úr því gamla, en það hefst :)