1. Karfa (0)
  2. Upplýsingar
  3. SímaAukahlutir
  4. Tölvuvörur
  5. Heimilisvörur
  6. Rafhlöður
Villa. Næst ekki samband við síðu.

Opnunartilboð vegna flutninga

15.292 ISK

Plantronics Bluetooth Voyager Legend

Opnunartilboð - Eitt glæsilegasta Bluetooth heyrnartólið á markaðnum með raddstýringu og svo segir það eigandanum hver hringir hverju sinni. Sannkallað snjallheyrnartól, það fyrsta sinnar tegundar.

7.992 ISK

Heilsuúr með púlsmæli - ACT-05 Svart

Opnunartilboð - 20% afsláttur og frír flutningur - Fullkomið Bluetooth heilsuúr með púlsmæli. Úrið er líka skrefa, brennslu og vegalengdamælir og það getur skráð svefnsögu þína. Úrið lætur þig vita ef síminn þinn hverfur og rafhlaðan endist í viku. Mjög fullkomið og þægilegt úr á frábæru verði.

7.992 ISK

Myhummy Kurrbangsi - Sleeper - Bleikur

Opnunartilbioð - Þessir nýju MyHummy bangsar eru með nýrri gerð hljóðgjafa sem nemur ef barnið vaknar (sleep sensor) og er því sérlega hentugur fyrir mjög óróleg börn sem vakna reglulega. Hljóðgjafinn gefur frá sér hvítt suð (white noice) sem líkir eftir hljóðum úr móðurkvið og útskýrir hve árangursríkir þeir hafa reynst.

1.692 ISK

Gagnakapall Lightning 2 mtr - CB03-02

Opnunartilboð - 2m langur hleðslu og gagnakapall með Lightning tengi fyrir iPhone 5/6/7 og iPad. Gæðakapall á gæðaverði og við bjóðum frían flutning til viðbótar við þetta frábæra verð. (umslag í bréfalúgu)

2.392 ISK

Acme sportarmband fyrir allt að 5,7"

Opnunartilboð - 20% afsláttur og frír flutningur til 31 júlí - Örugglega eitt skemmtilegasta sportarmbandið því það gerir ráð fyrir smáatriðum sem skipta máli. Það er t.d. með endurskinsmerki, snúrufestingu fyrir heyrnartól og pláss undir lykilinn að skápnum í ræktinni. Armbandið er vatnsvarið og auðvitað er hægt að nota snertiskjáinn á símanum í gegnum það.

11.992 ISK

Acme sportmyndavél Full-HD VR07

Opnunartilboð - Verð áður kr. 14.990.- Glæsilegur sportpakki með Full-HD WI-FI myndavél í vatnsheldu húsi og mikils magns festinga og fjarstýringar sem er frábær nýjung sem virkilega nýtist. Acme sportmyndavélarnar eru ein langbestu kaupin á markaðnum í þessum vöruflokk. Smellið á myndbandið til að skoða myndgæðin.

Nýjar vörur

4.990 ISK

Acme Bluetooth heyrnartól BH60

Þráðlaust Acme heyrnartól með allt að 10 klst rafhlöðuendingu og mikil hljómgæði þrátt fyrir þetta frábæra verð sem við bjóðum. Viðskiptavinum býðst að sjálfsögðu að prufa heyrnartólið á staðnum.

3.490 ISK

SOX kortaveski Galaxy A5 2017 - Svart

Mjög sterkt og þaulhugsað símaveski úr ekta leðri fyrir Galaxy A5 2017 með 3 kortaraufum og seðlavasa. Símahaldarinn í veskinu er úr mjúku efni sem brotnar ekki svo reikna má með miklu lengri endingartíma en í veskjum með plastramma.

Símafylgihlutir

3.290 ISK

SOX hliðartaska Leður XXL

Handsaumuð hliðartaska fyrir karlmenn. Lokuð beltisfesting úr ekta leðri. Mikil vörn að framan. Segullokun. Passar t.d. fyrir: iPhone 6+ og alla Galaxy Note símana. Þetta er rétta hliðartsakan fyrir öll stærstu módelin.

Útsöluvörur

5.994 ISK
  • HD (720p)

Acme sportmyndavél VR04

Rýmingarsala - Verð áður kr. 9.990.- HD sportmyndavél með virkilega kræsilegum aukahlutapakka sem eykur notkunarmöguleika til muna. 2” LCD skjár aftan á vélinni auðveldar notkun og fasta uppstillingu til muna. Flott myndgæði (720p) og hugsanlega öflugasta vélin í þessum verðflokki. Það er Acme…

6.495 ISK

Vimtag CCTV myndavél CM1

Útsala - áður kr. 12.990.- Mjög einföld HD öryggismyndavél sem hægt er að tengja beint við farsíma eða spjaldtölvu. Margskonar vöktunarmöguleikar í boði og einföld uppsetning.

Á bakvið sérhverja persónulega búð hlýtur að vera persóna en uppstillingarvinna er miklu skemmtilegri en málningarvinna og smám saman færist Símabær í endanlegt horf þótt vinnudagarnir séu stundum dálítið langir. Svona tæklaði ég Acme útstillinguna í kvöld með aðstoð frá Acme sportmyndvélþ

Vegna flutninga Símabæjar að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi er ég að setja upp fjölmörg opnunartilboð sem gilda til næstu mánaðarmóta. Okkar sérgrein er allt sem tengist við síma og þessi frábæri FM sendir er með Blutooth tengingu við símann svo jack snúran er orðin óþörf. En það sem meira er þá er hann með mjög hraðvirku hleðslutæki sem getur hlaðið 2 símtæki í einu (3,6Amper)

Sumargræjan í bílinn, ekki spurning :)

Kæru viðskiptavinir, Símabær við Bæjarlind 1-3 í Kópavogi hefur opnað smám saman sl. daga en ég skal viðurkenna að erfiðari flutninga hef ég ekki áður reynt.

Heppilegt leiguhúsnæði lá ekki á lausu í hverfi 108 og von um leigusamning við Suðurlandsbraut rann í sandinn í síðustu stundu vegna forleigurréttar þriðja aðila sem tafði málið svo góð ráð voru dýr því leigusamningur okkar rann út um síðustu mánaðarmót og nýr eigandi veitti mér auka-slaka vegna þess í nokkra daga.

Jöfur brást hratt við aðstæðunum og á methraða fundum við nýja lausn í Kópavogi, kvittuðum á langtímasamning við Reginn sem afgreiddi okkur líka á methraða, fengum lyklana kl. 16 og trukkurinn var kominn að Ármúla kl 20 þar sem hópur vina mokaði um 3 tonnum af vörum og innréttingum í 3 bílfarma sem biðu uppsetningar sl. þriðjudag.

Eftir hastarlegustu vinnuviku sem ég hef nokkru sinni lagt á mig og sló út Grindavíkurárunum mínum á vertíðartíma hefur tekist að koma versluninni í bráðabirgðauppsetningu og það sem eftir er snýst um útlit, smáatriði, lýsingu og allt það föndur sem til þarf að koma búðinni í endanlegt horf. Ég er m.a. að láta hanna nýtt vörumerki og allt þarf að tóna saman en fagnaði að eiga stálplötu með gamla vörumerkinu til að redda búðinni að utan uns ég verð nægilega óþreyttur til að horfa á nýja hönnun og velja rétt framtíðarútlit.

Á eftir að segja meira um þennan drama allan en orka ei meir eftir kvöldið sem fór í pantanir og málningarvinnu og býð ykkur hjartanlega velkomin á nýjan stað sem með tímanum mun þróa verslunina áfram og viðhalda m.a. vöruúrvali sem fáir aðrir nenna að sinna, en það hefur jú verið okkar aðalsmerki til viðbótar við að aðeins skemmtilegar vörur gera verslun skemmtilega því enginn heimsækir Símabæ til að horfa á handbragð mitt við málningu eða smíðar þótt vissulega vilji ég búa dótinu góða umgjörð.

Símabær heldur áfram smásölurekstri og það er allt sem skiptir máli í mínum huga nú þótt um tíma hafi ég verið kominn með hálfan fótinn í þá átt að breyta félaginu í netverslun, en það er bara ekki að duga mínum elsta kúnnahóp svo ég fagna áfanganum og held áfram að gera búðina að miðstöð GSm aukahluta og skemmtilegs dóts sem yfirgnæfir hve fótalúinn ég stundum er við búðarborðið.

Takk fyrir stuðning ykkar og hvatningu. Símabær er aukahlutabúðin ykkar og auðvitað held ég opnunarpartý fyrir fésvini þegar um hægist.

Gylfi